Umsókn um aðgang

Almennt

Reglur um skráningu á Hljóðbókasafn Íslands

Hljóðbókasafn Íslands þjónar samkvæmt lögum eingöngu þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur. Allir umsækjendur þurfa því að skila inn umsóknareyðublaði ásamt undirrituðu vottorði, um að greining liggi fyrir, frá fagaðila þar sem kemur skýrt fram ástæða þess að umsækjandi geti ekki nýtt sér prentað letur. Vinsamlegast athugið að senda ekki greiningarnar sjálfar heldur eingöngu vottorð um að greining liggi fyrir.

Árgjald safnsins er 2.500 krónur fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn undir 18 ára aldri. Krafa er stofnuð í heimabanka lánþega þegar hann hefur verið skráður. Aðgangur er opnaður þegar krafa hefur verið greidd.

Umsækjendur staðfesta með undirskrift sinni að þeir hafi kynnt sér og samþykki skilmála safnsins. Útlán eru merkt lánþegum og verður ólögleg dreifing rakin til lánþega. Verði misnotkunar vart áskilur safnið sér rétt til að loka aðgangi lánþega.

Rafræn umsókn í gegnum island.is

Hægt er að sækja um í gegnum rafræn skilríki og jafngildir það undirskrift. Athugið að ekki er hægt að senda inn umsókn nema að vottorð fylgi í viðhengi.

Rafræn umsókn barns yngra en 18 ára fer fram í gegnum forráðamann. Athugið að þegar skráður forráðamaður umsækjanda sækir um með rafrænum hætti velur hann í umsókn kennitölu þess barns sem hann er að sækja um fyrir.

Sækja um rafrænt í gegnum island.is

Umsókn á pappír

Óska má eftir því að fá eyðublaðið útprentað og heimsent í gegnum hbs@hbs.is

Umsókn skal undirrituð og henni skilað til safnsins. Ef umsækjandi er yngri en 18 ára þarf undirskrift forráðamanns.

Skila má skannaðri umsókn ásamt vottorði í tölvupósti til hbs@hbs.is eða senda með almennum pósti til:

Hljóðbókasafn Íslands
Útlánadeild
Digranesvegi 5
200 Kópavogi

Umsókn og vottorði ber að skila saman. 

Hér má nálgast umsóknareyðublað